Kynhneigð segir til um hverjum þú laðast að kynferðislega/líkamlega/andlega, byggt á kyni þeirra miðað við þitt eigið kyn. Eins og kyn þá getur kynhneigð verið mjög breytileg og jafnvel breyst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Mörgum finnst gott að skorða sig inn í hóp eftir skilgreiningum á meðan aðrir kjósa að elska óháð þeim. Fólk er alls konar, og þess vegna er kynhneigð það líka.
Af skilgreindum kynhneigðum má t.d. nefna:
- Gagnkynhneigð (e. heterosexual)
- Samkynhneigð (e. homosexual)
- Tvíkynhneigð (e. bisexual)
- Pankynhneigð (e. pansexual)
- Eikynhneigð (e. asexual)
Við mælum með fræðslusíðu Samtakanna '78, Hinsegin frá Ö til A, til að kynna sér þessi hugtök og skilgreiningar betur.