Getnaður er þegar þungun verður til við samruna sáðfrumu og eggfrumu. Til að getnaður eigi sér stað þarf sáðfruma að komast í snertingu við eggfrumu og frjóvga hana. Það gerist (langoftast) við samfarir þar sem typpi fer inn í leggöng. Óléttu er hægt að staðfesta þegar frjóvgaða eggið sest í legslímuna - vanalega 2-3 vikum eftir að samfarir áttu sér stað.
Talað er um meðgöngur í vikum og dögum og er byrjað að telja frá fyrsta degi síðustu blæðinga - þó svo að sá dagur sé fyrir getnaðinn sjálfan!
Til eru getnaðaraðferðir sem framkvæmdar eru af læknum en það er oftast nýtt af þeim sem eiga erfitt með hefðbundinn getnað eða eru ekki í sískynja og gagnkynhneigðu sambandi.