Í einfaldri útskýringu er intersex lýsing á líffræðilegu kyni einstaklinga sem falla utan staðlaðra kyneinkenna (sjá líffræðilegt kyn).
Þetta eru einstaklingar sem geta t.d. haft eggjastokka og typpi, eða eistu og brjóst o.s.frv. Einnig getur verið mikið hormóna ójafnvægi þar sem kynlitningarnir (X og Y) eru ekki eins og hjá "hefðbundinni" konu (XX) eða karli (XY).
Áætlað er að það sé jafn algengt að fæðast intersex og að fæðast með rautt hár!
Intersex er ekki það sama og tvíkynjungur (e. hermaphrodite) en það þýðir að vera með karl- og kvenkyns líffæri sem eru öll fullvirk. Við sem spendýr getum ekki virkað þannig.
Náttúrulegir intersex líkamar eru oftast heilbrigðir. Intersex einstaklingar geta oft þurft hormónagjöf, en sú þörf getur stafað af fyrri inngripum lækna.
Hægt er að lesa sér betur til um intersex á heimasíðu Intersex Ísland!