top of page

Þungun

Image by Dainis Graveris

Að staðfesta þungun

Blæðingar og þungun

Image by Reproductive Health Supplies Co
11_Meðgöngurof.jpg

Hvernig bóka ég tíma?

Hvernig virkar ferlið?

Andlega hliðin

Ólétta: Get Involved
portraying%20sperm%20cells%20going%20int

Getnaður

 Til að getnaður eigi sér stað þarf sæðisfruma að komast í snertingu við eggfrumu og frjóvga hana. Það gerist (langoftast) við samfarir þar sem typpi fer inn í leggöng. Ólétta er skilgreind frá þeim tíma þegar frjóvgaða eggið sest í legslímuna - vanalega 2-3 vikum eftir að samfarir áttu sér stað. Þegar verið er að telja daga í óléttu er þó byrjað að telja frá þeim degi sem síðustu blæðingar byrjuðu.

Talað er um meðgöngur í vikum og dögum og er byrjað að frá fyrsta degi síðustu blæðinga

- en sá dagur á þó sér stað fyrir getnaðinn sjálfan!

Til eru getnaðaraðferðir sem framkvæmdar eru af læknum en það er oftast nýtt af þeim sem eiga erfitt með hefðbundinn getnað eða eru ekki í sískynja og gagnkynhneigðu sambandi. 

Hvenær á getnaður sér stað?

Getnaður verður í kringum tíma egglos. Það þýðir að egg ferðast frá eggjastokkunum (eggið losnar) og út í eggjaleiðarana, og þar getur eggið hitt sæðisfrumu og frjóvgast.

Í kjölfarið á því að manneskja byrjar á blæðingum við kynþroska getur getnaður orðið, þar sem blæðingar eru fylgifiskur eggloss.

Ef tíðahringurinn er reglulegur eru allar líkur á að egglos eigi sér stað í hverjum mánuði. Í óreglulegum tíðahring getur egglos átt sér stað nánast hvenær sem er en langoftast er gengið út frá því að egglos sé sirka 14 dögum áður en blæðingar hefjast. 

Vegna þess hve óreglulegur tíðahringurinn er hjá flestum, þá er frekar áhættusamt að stunda samfarir án getnaðarvarna þrátt fyrir að miðað sé við egglos. Til eru "öruggari" dagar, settir innan gæsalappa þar sem aldrei er hægt að ganga 100% út frá því að getnaður eigi sér ekki stað. Samfarir á blæðingum eða rétt eftir blæðingar geta valdið getnaði. 

Bæði geta sáðfrumur lifað í nokkra daga eftir samfarir og egg geta legið í eggjaleiðurum í nokkurn tíma. Því er mesta öryggið í að nota getnaðarvarnir nema stefnt sé á að eignast barn. 

Hvernig á getnaður sér stað?

Þetta byrjar eins og minnst var á með sæðisfrumu og eggfrumu. Sæðisfrumur eru myndaðar í eistunum (sjá meira um sæði og eistu hér) og eggfrumur í eggjastokkum (sjá meira um eggjastokka og leg hér).

Við egglos kemur eitt þroskað egg frá eggjastokkunum og ferðast í átt að leginu um eggjaleiðarana. Þetta ferðalag tekur 12-24 klst. og á meðan er eggið að bíða eftir að hitta sæðisfrumu. Sæðisfruman getur nefnilega ferðast upp leggöngin og inn í legið og þaðan inn í eggjaleiðarana. 

Sæðisfruman lifir í allt að 6 daga á meðan það leitar að egginu en deyr svo ef það verður engin frjóvgun. Ef frjóvgun tekst fer frjóvgaða eggið (kallað fósturvísir) lengra niður eggjaleiðara og alla leið í legið. Þar festist fósturvísirinn í legslímuna og myndar hormón sem koma í veg fyrir blæðingu - því þá myndi fósturvísirinn losna. Þess vegna stöðva blæðingar á meðgöngu.

Ólétt: Getnaður
blæðingar
pregnancy-week-4_3.jpg__800x600_q75_subs

Fyrstu vikurnar

Hér má sjá fósturvísinn - klasi af frumum sem hefur fest sig við legslímuna. Á þessum tímapunkti geta óléttupróf greint óléttuna en vanalega eru seinkaðar blæðingar aðal einkennin á þessum tíma. 

SPURT OG SVARAÐ

Um þungun

Hvernig veit ég ef ég er ólétt/ur?

Helstu einkenni þungunar eru þau að blæðingar stoppa, spenna og eymsli í brjóstum, þreyta og ógleði. Ef grunur vaknar um þungun er fyrsta skrefið að fá það staðfest. Ein leið til þess er að kanna það með þungunarprófi. Þau fást í apótekum og sumum matvöruverslunum.

Við þungun myndast hormón (human chorionic gonadotrophin, HCG) í líkamanum sem þungunarprófin finna í þvagi. Þungunarpróf er áreiðanlegt ef farið er nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem fylgja prófinu.


Flest þungunarpróf eru marktæk frá þeim degi sem tíðablæðingar áttu að hefjast, almennt er það um tveimur vikum eftir getnað/egglos. Ef þú veist ekki hvenær næstu blæðingar ættu að byrja er ráðlegt að gera þungunarpróf þremur vikum eftir óvarðar samfarir. 

 

Þungunarpróf getur verið falskt neikvætt ef það er tekið áður en HCG er byrjað að myndast í líkamanum!

Screen%20Shot%202020-10-05%20at%2012.39_

Get ég orðið óléttur þó ég sé trans-maður að taka testósterón?

Það eru ekki margar heimildir um trans menn sem verða óléttir á meðan full meðferð með hormónum er í gangi. Hinsvegar geta trans menn sem stöðva meðferð og hafa ekki farið í aðgerð á kynfærum ennþá orðið óléttir þegar meðferð hefur verið stöðvuð nógu lengi.

Breytast líkurnar á barni ef stelpan er á túr?

Það er mjög ólíklegt að verða ólétt á túr, en fræðilega er mögulegt að egglos verði 2-3 dögum eftir túr og sæðið enn til staðar.

Ef þér finnst þú ennþá ekki vita nóg eða þinni spurningu var ekki svarað, ekki hika við að hafa samband!

Ólétta?
Image by Reproductive Health Supplies Co

Neyðarpillan

Ef grunur er um að getnaður hafi orðið, til dæmis ef smokkur rifnar, þá er hægt að taka neyðarpilluna. Hana á að taka sem fyrst eftir að kynlíf var stundað.

 

Hún virkar best innan sólarhrings en hægt er að taka hana allt að 72 klst eftir atvikið.

 

Neyðarpilluna má taka hvenær sem er á tíðahringnum.

 

Eftir notkun neyðarpillunnar hafa hormónagetnaðarvarnir (eins og pillan og hringurinn) ekki fulla verkun og því er mælt með því að nota staðbundna getnaðarvörn, eins og smokkinn, þar til eftir næstu tíðablæðingar. 

Neyðarpillan inniheldur sterkan hormónaskammt og verkun hennar er að koma í veg fyrir egglos og frjóvgun ef samfarir hafa átt sér stað dagana fyrir egglos, þegar frjóvgun er hvað líklegust. Ekki er ráðlagt að taka neyðarpilluna oftar en einu sinni í tíðahring þar sem tíðahringurinn getur truflast. 

Það er ekki óeðlilegt að töku neyðarpillunnar fylgi örlítil óþægindi, mögulega einhverjar blæðingar, þreyta, höfuðverkur og ógleði. Ef kastað er upp innan 3 klukkustunda frá töku pillunnar þá þarf að taka aðra þar sem hún hefur ekki náð að framkalla verkun. 

Neyðarpillan er ekki hættuleg en ekki er mælt með að nota hana reglulega þar sem hún er mun sterkari en venjulega "pillan". Ef þig vantar getnaðarvörn er mun betra að taka pilluna reglulega heldur en að nota neyðarpilluna aftur og aftur. 

Ólétta:Neyðarpillan

Hvað kostar neyðarpillan og hvar er hægt að kaupa hana?

Neyðarpillan kostar á bilinu 2000-4000 kr og hægt er að kaupa hana í apóteki. Starfsmaður í apóteki er skyldugur til að selja neyðarpilluna bara til þess sem er að fara að taka hana. Það er svo að starfsmaðurinn geti komið til skila öllum nauðsynlegum upplýsingum um aukaverkanir og hvað skal gera ef þú kastar upp.

Ef þér finnst þú ennþá ekki vita nóg eða þinni spurningu var ekki svarað, ekki hika við að hafa samband!

11_Meðgöngurof.jpg

Þungunarrof

Þungunarrof eða meðgöngurof (e. abortion, termination of pregnancy) er lyfjagjöf eða læknisaðgerð sem er framkvæmd í þeim tilgangi að ljúka meðgöngu. Þungunarrof hefur verið löglegt án læknisfræðilegrar ástæðu á Íslandi síðan 1975 og var svo lögunum breytt í september 2019. Allir legberar eiga rétt á þessari þjónustu og sá sem gengur með fóstrið á alltaf lokaákvörðun um að ganga meðgönguna eða fara í meðgöngurof. Þó getur verið gott að hafa einhvern með sér í þessu ferli, hvort sem það er maki, foreldrar eða vinur. Meðgöngurof er framkvæmt á kvennadeild Landspítalans.

Ólétta: Þungunarrof

BÓKUN Í ÞUNGUNARROF

Skref 1: Staðfesta þungun með þungunarprófi.

Skref 2: Hringja í símsvara kvennadeildar 543-3600

  • Leggja inn skilaboð þar sem þarf að taka fram nafn, kennitölu og símanúmer

  • Hringt verður til baka innan 48 klukkustunda virka daga á milli kl.13:00 og 16:00. Vinsamlega hafið símann við hendina.

  • Æskilegt er að vita hvenær fyrsti dagur síðustu blæðinga var.

FRAMKVÆMD

Þungunarrof er hægt að framkvæma á tvenns konar hátt, með lyfjum eða aðgerð og það fer eftir meðgöngulengd hvor leiðin er valin.

A. Þungunarrof með lyfjum

Valið þegar meðgöngulengd er innan við 9 vikur eða eftir 12. viku. Hægt er að byrja meðferðina við 6. viku þegar lifandi fóstur hefur verið staðfest með sónarskoðun. Meðferðin getur oftast hafist að læknisskoðun lokinni. Þungunarrof með lyfjum er 3ja daga meðferð.

Dagur 1: Gefið er lyf sem stöðvar þungunina.

Dagur 2: Þennan dag getur byrjað að blæða, jafnvel með túrverkjum en það er eðlilegt.

Dagur 3: Fjórar töflur eru settar í leggöng snemma að morgni og þarf að liggja útaf í 2 klukkustundir meðan lyfið er að leysast upp. Þetta lyf veldur m.a. samdrætti í leginu, blæðingu og verkjum. Blæðingar ættu að hefjast 3-4 klst síðar.

Það er einstaklingsbundið hvað blæðir mikið en oftast eru þetta ríflegar tíðarblæðingar. Áður en töflunum er komið fyrir er mikilvægt að taka verkjalyf.

Þennan dag er mikilvægt að hafa einhvern fullorðin heima við ef eitthvað kemur upp á eins og gerst getur við allar meðferðir.

 

Meðferðinni er fylgt eftir af hjúkrunarfræðingi á kvenlækningadeild 21A og færðu símanúmer sem hægt er að hringja í 6 klukkustundum eftir að töflurnar hafa verið settar í leggöng (fyrr ef þörf er á). Í þessu símtali verður líðan metin ásamt blæðingu og verkjum.

Að 5 vikum liðnum er mikilvægt að gera þungunarpróf heima og hringja á kvenlækningadeild 21A og tilkynna niðurstöðu.

Ekki er mælt með að stunda kynlíf um leggöng meðan blæðir, eða liggja í baði/heitum potti.

B. Þungunarrof með aðgerð 

Frá 9. til 12. viku er mælt með aðgerð. Eftir læknisskoðun er gefinn tími í aðgerð eftir nokkra daga.

Að morgni aðgerðardags þarf að taka inn töflur til að undirbúa leghálsinn fyrir aðgerð.

Mætt er snemma morguns fastandi á kvenlækningadeild 21A og er aðgerðin gerð samdægurs.

Aðgerðin er gerð í stuttri svæfingu og tekur 5-10 mínútur. Ferlið tekur um 1 klukkustund.

Yfirleitt er ekki þörf á frekari eftirliti þegar um aðgerð er að ræða

AUKAVERKANIR

Öllum aðgerðum, hvort sem það er þungunarrof, botnlangataka eða liðskiptaaðgerð fylgir einhver áhætta fylgikvillum eins og blæðingum og sýkingum. 

Fylgikvillar þungunarrofs eru almennt mjög sjaldgæfir

Eftir því sem lengra er liðið þungunina þeim mun meiri áhætta er á fylgikvillum en þeir eru samt alltaf sjaldgæfir

Fylgikvillarnir eru mismunandi eftir því hvort þungunarrof er gert með aðgerð eða með lyfjameðferð.

Í aðgerð getur orðið rof á legvegg en það er mjög sjaldgæft (0,1-0,4% tilfella) og grær oftast mjög vel.

Einnig getur orðið sýking í legi eftir aðgerð (0,9-1,7% tilfella) en það er hægt að lækna með lyfjameðferð.

Oftast blæðir að meðaltali í 10 daga eftir aðgerð en það er mjög sjaldgæft að það blæði meira en 500 ml (0,2%).

Fylgikvillar þungunarrofs með lyfjum eru ógleði, verkir í legi, niðurgangur, vægur hiti og skjálfti.

Enn sjaldgæfari fylgikvillar þungunarrofs með lyfjum eru sýking í legi (0,3%), eggjaleiðarabólga (0,03%), blæðing sem krefst þess að farið verði í þungunarrof með aðgerð (0,35-2%) og þörf fyrir blóðgjöf vegna blæðingar (0,1-0,3%)

bókun
framkvæmd

ANDLEGA HLIÐIN

Það er ljóst að enginn vill þurfa að taka svona ákvörðun en stundum eru aðstæður þannig að þó að vilji sé fyrir hendi þá bjóða aðstæður ekki upp á barn.

Viðtal við félagsráðgjafa:
Ákvörðun um þungunarrof getur stundum verið flókin. 

Þá getur verið gott að ræða við hlutlausan aðila til að koma skipulagi á hugsanirnar.

Viðtal við félagsráðgjafa er í boði fyrir öll þau sem eru að íhuga þungunarrof á kvennadeild LSH, það er þó ekki skylda en getur verið mikil hjálp og ró í viðtalinu.

Það kostar ekkert að hitta félagsráðgjafann og hann sér um að veita ráðgjöf og stuðning á hlutlausan hátt.

Hægt er að fá viðtal við félagsráðgjafa fyrir og eftir þungunarrof. 

Viðtal og skoðun hjá lækni

Þungunarrofsferlið sjálft hefst á viðtali við lækni. 

Þar er gert læknisfræðilegt mat þar sem farið er yfir fyrri heilsufarssögu, ofnæmi, lyfjanotkun, osfr. 

Þetta er gert til að taka ákvörðun um hvaða leið til þungunarrofs hentar best fyrir viðkomandi.

Farið er yfir hvernig þungunarrof verður framkvæmt og við hverju megi búast í ferlinu. Veitt er fræðsla um áhættu samfara þungunarrofinu. 

Í þessu viðtali er einnig boðið upp á getnaðarvarnaráðgjöf.

Sjálfsagt er að ræða við lækni um ýmsar vangaveltur sem geta komið upp. 

Ekki þarf að gefa upp ástæðu fyrir ákvörðun um þungunarrof!

Þetta er ekki ákvörðun sem einhver getur tekið fyrir þig. 

Beint í framhaldi af viðtali er gerð sónarskoðun.

Sónarskoðunin er gerð til þess að staðfesta meðgöngulengd og að þungun sé til staðar.

Það má horfa á skjáinn.

Boðið er upp á skimun fyrir klamydiu eða lekanda.

Andleg líðan

Í viðamikilli yfirlitsgrein um rannsóknir á andlegri líðan þeirra sem þurfa að fara í þungunarrrof er sýnt fram á að 40-45% upplifa kvíða og vanlíðan á meðan verið er að ákveða hvort eigi að enda meðgönguna eða halda henni áfram. En mánuði eftir þungunarrrof hefur bæði kvíði og vanlíðan marktækt minnkað, í 8-32% eftir rannsóknum.

Að taka þessa ákvörðun krefst þess að viðkomandi eða parið þurfa að skoða vel og vandlega aðstæður sínar og byggja ákvörðun sína á eigin mati á aðstæðunum.

Einnig hefur komið fram að fólk finni fyrir létti eftir þungunarrrofið en þau geta átt erfitt með að leyfa sér það vegna fordóma í samfélaginu.

 

Fyrir þungunarrof:

Örvænting, panik og hræðsla

Eins og tilverunni sé hótað og framtíðarplön í uppnámi

Óvæntar tilfinningar að allt virkar eins og það á að virka í getnaðinum

Flestir eru búnar að ákveða sig þegar þær bóka tíma

Samt kvíði, sorg, samviskubit, áhyggjur og tómleikatilfinning

 

Eftir þungunarrof:

Léttir!!!! 

Fáir sjá eftir ákvörðuninni

Fáir eru traumatiseraðar eða líður illa

Einu ári seinna lýsa margir að þeim finnist þeir þekkja sjálfan sig betur og séu þroskaðri fyrir vikið

Stærsta vandamálið eftir þungunarrof er skömm - fólk fær samviskubit yfir að vera létt vegna skoðana í samfélaginu. Þá er mikilvægt að muna að ákvörðunin sem var tekin var sú rétta fyrir þig á þeim tíma. Engin annar getur sagt þér hvernig þér á að líða og stjórn yfir líkamanum er alltaf þín. 

andlega

Ef ég er undir lögaldri og verð ólétt, þarf ég að segja foreldrum mínum frá því að ég fór í meðgöngurof, þurfa foreldrar að vera með?

Foreldrar þurfa ekki að gefa leyfi/vita af því ef þú ert yfir 16 ára aldri. Hins vegar er alltaf best að fara í meðgöngurof með vitund foreldra og jafnvel að hafa einhvern með sér, til stuðnings og aðhalds.

Ef þér finnst þú ennþá ekki vita nóg eða þinni spurningu var ekki svarað, ekki hika við að hafa samband!

bottom of page