9C01E517-C514-40E3-A006-215975E62C1E.jpe

SAMSKIPTI

HVAÐ Á MAÐUR AÐ GERA EF MAÐUR VILL HÆTTA MEÐ EINHVERJUM EN VIÐKOMANDI HÓTAR SJÁLFSVÍGI EÐA AÐ MEIÐA SIG?

Það getur tekið á tilfinningalega að hætta með einstaklingi. Fólk er misjafnt og einstaklingar taka sambandsslitum því misvel. Það er nauðsynlegt að fara varlega að sambandsslitum og muna að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Þrátt fyrir það er mikilvægt að sýna hreinskilni og ekki að tala í kringum hlutina. Ef einstaklingur hótar því að framkvæma sjálfsvíg eða að meiða sig í kjölfar sambandsslita þá er það ákveðið form af andlegu ofbeldi. Ef þú ert ákveðinn að hætta með einstaklingnum þá á eitthvað svona ekki að stöðva þig. Ef þú telur einstaklinginn vera alvara með þessar hótanir getur verið gott að reyna að tala hann af því. Einnig getur verið gott að tala við einhvern nákominn þeim aðila og vara þá við ef þið teljið þörf á. Þá er gott að leita til samtaka eins og Pieta samtakanna og reyna að koma máli einstaklingsins undir hönd fagaðila.

HVERNIG VEIT ÉG HVAÐ ÉG VIL OG HVAÐ ÉG VIL EKKI?

Það er mikilvægt að hlusta á eigin sannfæringu en ekki láta stjórnast af öðrum. Góð leið til þess að vita hvað maður vill er að prófa sig áfram sjálfur og læra þannig að þekkja sín eigin mörk. Góð samskipti, virðing og nærgætni milli einstaklinga skiptir miklu máli, þá koma væntingar, mörk og óskir allra aðila í ljós. Að lokum er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að allir mega alltaf hætta við, skipta um skoðun og segja nei og þá þarf alltaf  að virða það.

E2225B00-4EDA-4762-8BE3-7AA0A55A8A69.jpe

GETNAÐARVARNIR

HVORT ER ÖRUGGARA, SMOKKURINN EÐA PILLAN?

Bæði eru frekar örugg en virka ekki í 100% skipta. Smokkurinn virkar í um 98% tilvika. Pillan virkar í 99% tilvika en þá þarf að nota hana 100% rétt og þar að leiðandi í raunveruleikanum virkar hún í 91% tilvika. Smokkurinn er þó eina vörnin gegn kynsjúkdómum.

HVERNIG VIRKAR LYKKJAN?

Lykkjunni er komið fyrir í legi og seytir þar hormónum. Hún kemur í veg fyrir frjóvgað egg nái að setjast í legið. Lykkjan er sett upp af kvensjúkdómalækni.

AF HVEJRU ÞARF AÐ LOFTTÆMA SMOKKINN?

Ef það er loft á milli þá eru einhverjar líkur að það komi gat á smokkinn. Einnig helst hann betur á.

HVERNIG FÆR MAÐUR PILLUNA?

Heimilis- eða kvennsjúkdómalæknir skrifar upp á pilluna og þá þarf að sækja hana í apótek. 

1732E910-5001-4663-9F16-5A5795D07D13.jpe

TYPPIÐ

HVER ER MEÐALSTÆRÐ Á TYPPI?

Erfitt er að mæla meðalstærð typpa. Typpi eru einnig misstór í slökun eða í reisn. Typpi geta verið allt frá 2cm til 20cm stór.

HVAÐ KOMA MARGIR LÍTRAR AF SÆÐI ÚR SKAUFANUM VIÐ SÁÐLÁT?

Venjulega koma um 2-5ml af sáðvökva við sáðlát. Sá vökvi inniheldur kringum 200-500 milljón sæðisfrumur.

GETUR KLÁM HAFT SLÆM ÁHRIF Á STANDPÍNU, MINNKA LÍKURNAR Á AРFÁ STANDPÍNU?

Það er mjög persónubundið. Sumir örvast meira við klám en í raunverulegum aðstæðum, aðrir örvast ekkert við klám. Ef erfitt er að fá standpínu án þess að horfa á klám getur verið sniðugt að minnka klámáhorf í einhvern tíma og þjálfa sig upp í að örvast án kláms.

ER EÐLILEGT AÐ EINSTAKLINGUR MEÐ TYPPI FÁI FULLNÆGINGU EFTIR 30SEK?

Já. Lengdin sem það tekur að fá fullnægingu er mjög misjöfn og persónubundin.

2C3CCB64-4406-41E2-89EE-FB0A06B51873.jpe

PÍKAN

HVERS LAGS ÚTFERÐ ÚR PÍKU ER EÐLILEG OG HVAÐ ER ÓEÐLILEGT?

Útferð er einstaklingsbundin og því er gott að þekkja sína útferð, ef hún breytist (áferð, lykt, litur og magn) er sniðugt að leita til læknis.

GETUR FÓLK PISSAÐ MEÐ TÚRTAPPA?

Já, túrtappinn fer inn í leggangaropið og lokar ekki fyrir þvagrásaropið.

HVERNIG Á MAÐUR AÐ RAKA SIG AÐ NEÐAN?

Best er að raka í sömu átt og hárin vaxa og fínt að nota raksápu á þá staði sem hafa ekki slímhúð, þ.e.a.s við lærin og við lífbeinið. Einnig mikilvægt að hafa góða rakvél(beitta og hreina) svo engin meiðsl verði.

8C918795-C40E-45BF-97E1-A88040E87076.jpe

KYNSJÚKDÓMAR

HVER ERU EINKENNI SÁRASÓTTAR?

Fyrstu einkenni sárasóttar eru sár á þeim stað sem bakterían komst í snertingu við, oftast á kynfærum, í endaþarmi eða munni. Nokkru síðar geta myndast útbrot í húðinni. Áður en sýklalyf komu til sögunnar var sárasótt gríðarlega algeng. 

GETUR MAÐUR LÆKNAST AF KYNSJÚKDÓMUM?

Maður læknast ekki af vírusum, t.d. kynfæravörtum (HPV), herpes, lifrarbólgu og HIV. En maður getur læknast af öllum hinum, sem eru bakteríur, með sýklalyfjum.

ÆTTI ÉG AÐ FARA Í TÉKK EF ÉG HEF BARA Í EITT SKIPTI STUNDAÐ ÓVARIÐ KYNLÍF MEÐ MANNESKJU?

Já, mikilvægt er að báðir aðilar fari í kynsjúkdómatékk ef að stundað var óvarið kynlíf. Hægt er að vera með einkennilausan kynsjúkdóm eins og klamydíu, sem getur gerst hjá einstaklingum með píku. Það gæti leitt til ófrjósemi. 

Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík

  • Facebook
  • Twitter
  • Instagram

©2020 by Ástráður. Proudly created with Wix.com