top of page

Kynsjúkdómar

10_Germs.jpg

Smitast á milli slímhúða.

Slímhúðir finnast í kynfærum, endaþarmi, munni, augum og nefi.

Hvenær skal fara í tékk

Herpes Simplex Virus

Gonorrhea

Human Immunodeficiency Virus

Chlamydia

Syphillis

Human Papilloma Virus

SPURT OG SVARAÐ

Hvernig ræðir maður kynsjúkdóma við bólfélaga sína?

Það eru ótal aðferðir að ræða kynsjúkdóma við bólfélaga og er ekki hægt að segja hvað hentar hverjum og einum. Þó er mikilvægt að tala hreinskilið og opinskátt um þessi mál og í lang flestum tilvikum skilar það bestum árangri. Við mælum ekki með því að sleppa þessum umræðum þar sem þær skipta máli upp á heilbrigði og tilfinningar allra aðila.

Ef þú og bólfélagi ætlið að stunda kynlíf án smitvarna (smokkur/dental dam) þá er enn mikilvægara að tala hreinskilið um þessi mál -- og jafnvel fara saman í tékk.

Er sveppasýking líka kynsjúkdómur?

Fólk með píku getur fengið sveppasýkingu vegna blæðinga, sýklalyfja, of mikillar sápu, of þröngs fatnaðar og fleira, án þess að hafa nokkurn tíma stundað kynlíf. Sveppasýking getur hins vegar smitast  við kynmök. Einkenni geta verið eftirfarandi:

  • Óeðlileg útferð

  • Óeðlileg lykt

  • Roði

  • Útbrot

  • Kláði

  • Brunatilfinning við þvaglát

Auðvelt er að hafa samband við heimilislækni eða sérfræðing og fá lyf til að losna við sýkinguna.

Get ég fengið kynsjúkdóm án þess að stunda kynlíf?

Líklegasta smitleið allra algengra smitsjúkdóma (klamydía, HSV, HPV) er í gegnum snertingu slímhúða. 

  • Snerting kynfæra við önnur kynfæri, endaþarm, munn

  • Opið sár sem kemst í snertingu við aðra slímhúð (kynfæri, endaþarm) - þá getur verið gott að nota hanska eða smokk yfir sárið

  • Kossar geta smitað HSV týpu 1 á milli og hún veldur frunsum á vörum - það smitast þó ekki á kynfæri nema gegnum munnmök

  • Kynfæravörtur sitja ekki bara á slímhúð heldur líka húð

Aðrar mögulegar smitleiðir geta verið smit við fæðingu (frá móður til barns) en oftast er hægt að koma í veg fyrir þau smit. 

Smit geta orðið með blóði t.d. HIV smit vegna stungu á notaðri nál. 

Bakteríur (klamydía, sárasótt, lekandi) geta lifað í einhvern tíma á flötum eins og kynlífstækjum og því gott að þrífa þau reglulega.

Heimildir fengnar frá Embætti Landlæknis og heilsuveru.

bottom of page