top of page
72F41FD9-2B3F-4772-B164-91B7647BE23E_edi

SOS

Það er alltaf hægt að fá aðstoð.

Kynferðisofbeldi

Hef ég orðið fyrir ofbeldi?

Hef ég beitt ofbeldi?

Hverjir veita aðstoð?

Afleiðingar ofbeldis

Mig vantar þungunarrof​

Ef að þú ert undir 18 ára aldri þá sér Barnavernd um þitt mál. Þar er fullur trúnaður og þú færð alla þá hjálp sem þú þarfnast.

?
Dark Waves

kynferðis
ofbeldi

Er ég þolandi kynferðisofbeldis?

Ef einhver þvingar þig til að gera eitthvað kynferðislegt er það kynferðisofbeldi. Það getur verið allt frá snertingu kynfæra yfir í kynlíf. Ef einhver áreitir þig kynferðislega með orðum er það líka kynferðisofbeldi.

Það skiptir engu þótt sá sem beitir ofbeldinu sé maki þinn, það er samt ofbeldi. Flestir sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja þann sem beitti því.

Dæmi um kynferðisofbeldi er:

 • Kossar eða snerting gegn vilja þínum.

 • Kynferðisleg orð eða látbragð gegn vilja þínum.

 • Kynlíf þegar þú getur ekki sagt nei. Til dæmis af því að þú ert undir áhrifum áfengis/efna eða sofandi.

 • Að neita að nota smokk eða taka hann af án þess að láta þig vita.

 • Að hæðast að þér eða ógna ef þú vilt ekki gera eitthvað tengt kynlífi. Til dæmis að horfa á klám eða bjóða öðrum með í kynlífið.

 • Að hóta að sýna öðrum nektar- eða kynlífsmyndir af þér.

 • Að þrýsta á þig að senda sér nektarmyndir af þér.

 • Að senda nektarmyndir til þín þótt þú viljir það ekki.

 • Nauðgun eða tilraun til nauðgunar.

Er ég gerandi kynferðislegs ofbeldis?

Kynferðisofbeldi er skilgreint sem svo að þú hefur farið yfir mörk hins aðilans. 

Þú ert ekki að virða mörk ef þú:

 • Setur pressu á makann um að gera hluti sem hann langar ekki til eða kemur inn samviskubiti hjá honum.

 • Lætur makanum líða eins og hann skuldi þér kynlíf, t.d. af því þú gafst honum gjöf, bauðst á deit eða gerðir honum greiða.

 • Bregst illa við (reiði, leiði eða gremja) þegar makinn segir nei við einhverju eða veitir ekki samþykki sitt samstundis.

 • Hunsar tjáð mörk eða önnur líkamleg merki þess að samþykki sé ekki til staðar (t.d. ef hinn aðilinn færir sig undan eða ýtir þér frá sér). Athugaðu að hægt er að draga samþykki fyrir kynlífi til baka á hvaða tímapunkti sem er, þótt viðkomandi hafi gefið leyfi fyrir því áður.

 • Reynir eða ferð alla leið í að stunda kynlíf með manneskju sem hefur ekki gefið leyfi eða hefur hreint út sagt nei. 

 • Stundar kynlíf með einhverjum sem er ekki með meðvitund vegna áfengis eða er sofandi

Hvert get ég leitað?

Neyðarlínan - 112

Neyðarlínan getur beint þér á sérstaka bráðamóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Þar er alltaf opið og það kostar ekkert að fara þangað.

Á Neyðarmóttökunni vinna hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og læknar sem geta hjálpað andlega og líkamlega. Þar er líka hægt að fá aðstoð lögfræðings eða réttargæslumanns.

Sakargögnum er safnað sem hægt er að nýta ef þú ákveður að kæra. Til að auka líkurnar á að finna sakargögn er mikilvægt að koma eins fljótt og hægt er og ekki þvo þér eða fötin þín áður en þú mætir.

112 eða 543-1000

Stígamót

Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Það skiptir ekki máli þótt ofbeldið hafi átt sér stað fyrir löngu síðan, það er alltaf hægt að koma til Stígamóta og það kostar ekkert. Einnig er í boði ráðgjöf fyrir aðstandendur.

Þú getur valið um karlkyns eða kvenkyns ráðgjafa.

Á heimasíðunni má einnig finna rafræna ráðgjöf þar sem ráðgjafi er við á opnunartíma.

Stígamót taka ekki á móti börnum og unglingum undir 18 ára þar sem barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þennan hóp. Undantekingu er hægt er að gera ef þú ert yngri en 18 ára ef málið þitt er nú þegar þekkt í barnaverndarkerfinu.

Hægt er að nýta sér rafræna ráðgjöf þrátt fyrir aldur en best er alltaf að málið komist á borð barnaverndar. 

562 6868

1717 - Hjálparsími Rauða Krossins

Þú getur hringt í símanúmerið 1717 eða talað gegnum netspjallið ef þú vilt tala við einhvern. Hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta. Þú getur fengið sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar. Bæði síminn og netspjallið er ókeypis.

1717

...

Heimilisfriður - fyrir gerendur ofbeldis

Ef þú ert yfir 18 ára og beitir eða telur þig beita ofbeldi færðu hjálp hjá Heimilisfriði. Hjá Heimilisfriði er tekið á móti öllum þeim sem telja sig þurfa aðstoð til þess að hætta að beita maka sinn ofbeldi. Ef þú ert óviss hvort þjónusta Heimilisfriðar eigi við þig bjóða þau upp á sjálfspróf á netinu til að aðstoða þig við að meta stöðuna þína. Heimasíðu Heimilisfriðar má nálgast hér með öllum helstu upplýsingum.

555-3020

heimilisfridur.is

Taktu skrefið - hópur sálfræðinga

Taktu skrefið er hópur sálfræðinga sem aðstoða fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Ef þú heldur að það sé mögulegt að þú hafir beitt einhvern kynferðislegu ofbeldi, ef þú hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun þinni eða hefur fengið athugasemdir um vafasama hegðun eða áreitni, fáðu hjálp til að breyta því.

Hér er listi yfir sálfræðinga sem sérhæfa sig í meðferð vegna kynferðishegðunar. Þeir aðstoða börn, ungmenni og fullorðna.

...

Þín heilsugæsla eða persónulegur sálfræðingur

Það er mikilvægt að byrgja ekki inni ef þú hefur orðið fyrir ofbeldi. Ef þú treystir þér ekki í úrræðin hér að ofan þá er góð byrjun að tala við einhvern sem þú treystir - fjölskyldu, kennara, vin, lækni, sálfræðing...

...

...

Ofbeldi er ALDREI á ábyrgð þolanda
Gerandi ber ALLTAF ábyrgð á gjörðum sínum

Mundu að þú gekkst í gegnum nánast óbærilega reynslu og lifðir hana af. Það þýðir að þú býrð yfir ótrúlegum styrk og hafðu það hugfast allan tímann. Allar tilfinningar þínar og allar þessar afleiðingar eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum.

Lestu meira hér um eðlilegar afleiðingar kynferðisofbeldis 

Upplýsingar fengnar frá 112.is, Stígamótum og Sjúk Ást

hvert
afleiðingar
??
bottom of page