FYRIRLESTRAR

Undanfarin ár hefur Ástráður heimsótt framhaldsskóla, grunnskóla og félagsmiðstöðvar landsins og haldið þar fræðslu fyrir nemendur. Læknanemar fræða þá nemendur um kynlíf, kynheilbrigði, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fleira sem að því kemur. Um er að ræða heildstæðan fyrirlestur ásamt hópefli og almennri fræðslu. Fyrirlesturinn tekur að minnsta kosti 90 mínútur en gott væri að fá 120 mínútur. Æskileg hópastærð er allt að 25 nemendur. Eftirspurnin er mikil og því hvetjum við ykkur til þess að hafa samband sem fyrst ef þið hafið áhuga á því að fá okkur í heimsókn.

Hér mun seinna koma inn bókunarkerfi. Bókanir fara því enn í gegnum netföng ritara og meðstjórnendur Ástráðs. Sjá "Contact" hér að neðan.

FYRIRLESTUR Í FRAMHALDSSKÓLA

Frítt

FYRIRLESTUR Í GRUNNSKÓLA

20.000 kr

FYRIRLESTUR Í FÉLAGSMIÐSTÖÐ

20.000 kr