UM FÉLAGIÐ
Stofnað árið 2000
Ástráður er kynfræðslufélag sem er rekið af íslenskum læknanemum við Háskóla Íslands. Markmið Ástráðs er að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Ár hvert heimsækjum við alla framhaldsskóla landsins og höldum fyrirlestur fyrir 1.árs nemendur.