Leghálsskoðun

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Mánudagur, 18. Nóvember 2013 19:18

Þegar stelpur ná 20.ára aldri fá þær í fyrsta sinn boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að koma í leghálsskoðun.

Eftir tvítugt eiga þær svo að koma annað hvert ár í skoðun. Markmiðið með leitinni er að koma í veg fyrir myndun leghálskrabbameins með því að finna sjúkdóminn á forstigi. 

Stelpur, munið eftir því að mæta í leitina Laughing Tímapantanir eru í síma 540-1919

 

Leyndópóstur

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Síðast uppfært: Miðvikudagur, 31. Júlí 2013 22:09 Miðvikudagur, 31. Júlí 2013 22:03

 

Póstþjónusta Ástráðs hefur legið niðri undanfarið vegna tæknilegra mistaka og því miður var það að Ástráði óafvitandi. Við biðjumst velvirðingar á þessu og reynum að svara öllum póstum sem fyrst. Pósturinn er kominn í lag núna og svörum við öllum fyrirspurnum. Við viljum samt benda á að ekki dugar að ýta á græna „bannerinn“ hér fyrir ofan til að senda póst heldur þarf að senda beint á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Við munum setja inn nýja frétt þegar það hefur verið lagað.

 

Með kærri kveðju,

 

Ástráður

   

Húð og kyn!

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Þriðjudagur, 28. Maí 2013 17:22

 

Ef þú ferð inn á þessa vefslóð http://www.landspitali.is/klinisk-svid-og-deildir/lyflaekningasvid/lyflaekningar/gongudeildir/gongudeild-hud--og-kynsjukdoma/ geturðu séð símanúmerið hjá Húð og kyn, hvar það er til húsa og hvenær það er opið.

Og á þessari slóð http://vimeo.com/8654397 er frábært Ástráðsmyndband um Húð og kyn!

Ástarkveðja,
Ástráður

   

Kynkvöt

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Þriðjudagur, 30. Apríl 2013 12:35

Kynhvöt (KYNningar- og Hvatningarkvöld Ötulla Táningafræðara) var haldið síðasta föstudag þar sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hélt fyrirlestur.
Þar að auki voru duglegustu framhaldsskóla fyrirlesararnir verðlaunaðir fyrir vel unnin störf :)

 

   

Foreldrafyrirlestrar

Athugaðu, opna í nýjum glugga. Skoða sem PDF skjalPrenta útSenda hlekk á þessa síðu til vinar

Sunnudagur, 10. Mars 2013 19:12

 

Ástráður býður upp á fræðslufyrirlestra fyrir foreldra og kennara.

Fyrirlestrarnir eru svipaðir þeim sem ungmennin fá og geta foreldrarnir þannig kynnst starfi Ástráðs, rifjað upp þekkingu sína á kynsjúkdómum og fræðst um það hvernig best er að ræða um þessi viðkvæmu mál.

Frekari upplýsingar fást hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. (Andrea Bára Stefánsdóttir, ritari Ástráðs).

   

Síða 1 af 4