Nýtt efni á heimasíðu Ástráðs

Í vor hafa meðlimir Ástráðs lesið yfir og uppfært allan fróðleik á heimasíðu sinni.  Þá bættist við fróðleikur um kynhneigð og kynvitund sem var byggður á efni frá jafningjafræðslu Samtakanna ´78 og fengið með leyfi jafningjafræðslustýru þeirra Uglu Stefaníu. 

Einnig bættist við fróðleikur um klám, HPV og algengar spurningar sem við fáum í starfi okkar og svör við þeim.

Sérstakar þakkir fyrir aðstoðina fá Samtökin ´78, Kristján Oddsson kvensjúkdómalæknir og allir meðlimir í stjórninni sem lögðu hönd á plóg.